Við byggjum okkar ráðgjöf á þekkingu og áralangri reynslu
Félagið 3H Ráðgjöf er stofnað með það að leiðarljósi að verða þjónandi ráðgjafafyrirtæki í byggingariðnaði, bæði undirbúning, samningagerð og framkvæmd þar sem lögð verður áhersla á trausta og hagkvæma þjónustu.
Þá bjóða 3H-Ráðgjöf upp á alla almenna lögfræðiþjónustu tengd mannvirkjagerð s.s. samningsskilmála, samningsgerð og samningsstjórnun
Hvers vegna að velja 3H-Ráðgjöf
Sérstaða okkar fellst í reynslumiklum aðilum á sviði verklegra framkvæmda og opinberra innkaupa. Við leggjum metnað okkar í að veita fyrsta flokks lausnir, sama hversu flókið verkefnið er. Við vöndum öll vinnubrögð og viljum tryggja ánægju viðskiptavina okkar