3H-Ráðgjöf

Alhliða ráðgjöf varðandi útboð og opinber innkaup

Verkefnastjórnun (hönnun, skipulags- og umhverfis- og þróunarverkefni).

Undirbúningur verkefna, áhættu-, hagaðila, tíma- og kostnaðaráætlanir.

Þarfagreiningar, for- og frumáætlanir.

Gerð útboðsgagna. 

Val á útboðsleið.

Aðstoð við tilboðsgerð.

Samningagerð.

Lögfræðiráðgjöf.

Hagmunagæsla við meðferð ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum.

Sérfræðingar 3H-Ráðgjafar hafa yfirgripsmikla þekkingu á útboðs- og innkaupaferlum ásamt sérþekkingu í samkeppnisútboðum og samstarfsútboðum (Alliance).

Um okkur

3H-Ráðgjöf er ný ráðgjafastofa sem byggir á áralangri þekkingu og reynslu. Við sérhæfum okkur í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við útboð, útboðsgagnagerð, opinber innkaup, verkefnaundirbúning, verkefnastjórnun, þróun skipulags- og fasteignaverkefna og samningagerð.

Við höfum undanfarin ár unnið við undirbúning stórra og flókinna verkefna fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins, Isavia ohf. og Isavia Innanlandsflugvelli ehf. Þar höfum við m.a. leitt og verkefnastýrt undirbúningi og forvölum vegna nýrra höfuðstöðva viðbragðsaðila á Höfuðborgarsvæðinu og undirbúningi, forvali og útboðum fyrir nýja innkaupaleið hins opinbera fyrir breytingar og lagfæringar á Litla Hrauni, byggingu Austurálmu við flugstöð Leifs Eiríkssonar, lagningu nýrrar akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli o.fl.

building house on blueprints with worker - construction project

Okkar þjónusta

Verkefnastjórn

Verkundirbúningur - Framkvæmdaráðgjöf - Stefnumótun

Við aðstoðuðum við að skilgreina verkefni með viðskiptavininum.  Skipulagning verkefna, áætlanagerð, hagaðilagreining, samskiptaáætlanir, framkvæmd og eftirlit. Góður undirbúingur eykur verulega líkur á að verkefnið skili tilætluðum árangri. 

Lögfræðiráðgjöf

  • Lögfræðileg ráðgjöf um útboðsskyldu.
  • Val á útboðsleiðum.
  • Gerð útboðsgagna.
  • Gerð verksamninga, þjónustusamninga og kaupsamninga.
  • Tilboðsgerð.
  • Val á bjóðendum og tilboðum.
  • Umsjón útboða.
  • Samningastjórnun.
  • Hagsmunagæsla við meðferð ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum.

Áætlanagerð og greiningar

  • Frumathuganir og fýsileikakannanir.
  • Þarfagreining.
  • Áhættu-, tíma- og kostnaðarmat.

 

Val á útboðsleið

  • Almenn útboð.
  • Lokuð útboð með forvali.
  • Samkeppnisútboð.
  • Samkeppnisviðræður.
  • Samstarfsleið.
  • Rammasamningar.
  • Gagnvirk innkaupakerfi.

Fyrri verkefni

  • Hús viðbragðsaðila á Höfuðborgarsvæðinu.
  • Breytingar og lagfæringar á Litla Hrauni.
  • Ný akbraut (Mike) fyrir flugvélar sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar við flugbraut, sem og uppsetning ljósbúnaðar. Akbrautin er 1.200 metra löng og 35 metrar á breidd.
  • Bygging Austurálmu við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er 20 þúsund fermetra viðbygging.
  • Nýtt farangursflokkunarkerfi fyrir Keflavíkurflugvöll.

Auk þess:

  • Útboð og innkaup

    Innkaupaferli

    Ráðgjöf um útboð

    Ráðgjöf við gerð útboðsgagna

  • Hönnun og undirbuingur

    Hönnunaráætlanir

    Hönnunarstjórn

    Mannaflaáætlanir

    Hagaðilagreiningar

  • Samningar og samningastjórnun

    Samningastjórnun

    Verktaka og útboðsréttur

    Málarekstur

  • Aðstöðustjórnun

    Fasteignasöfn

    Fasteignastjórnun

    Viðgerðaráætlanir

Við

Hafdís Perla Hafsteinsdóttir

Lögfræðingur

Hafdís

Hafdís Perla er með meistarpróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi síðan 2011.

Hafdís Perla hefur umfangsmikla reynslu á sviði opinberra innkaupa bæði á grundvelli laga um opinber innkaup, veitureglugerðarinnar og sérleyfisreglugerðarinnar.

Hún hefur leitt gerð útboðsgagna og samninga fyrir stórar verklegar framkvæmdir og við kaup á sértækum búnaði og tækjum. Hún hefur einnig leitt ágreiningsmál fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum.

Hafdís hefur langa reynslu af samningagerð og samningastjórnun.

Hannes Frímann Sigurðsson

Byggingatæknifræðingur

Hannes 3

Hannes Frímann er menntaður Byggingatæknifræðingur B.Sc og er með tvær meistaragráður í verkefnastjórnun MPM og MSc frá HR og er í doktorsnámi í verkefnastjórnun. Hannes er með alþjóðlega B vottun í verkefnastjórnun (IPMA), og er löggiltur hönnuður fyrir burðarvirki, loftræstikerfi, vatns- hita og fráveitukerfi. 

Hannes hefur mikla reynslu í verkefnastjórn og framkvæmdastjórn. Hann hefur leitt nokkur nýsköpunarverkefni og rekið stór eignasöfn í fasteignastjórnun.

Hannes  undirbjó og leiddi sem verkefnastjóri leiddi fyrsta samkeppnisútboð Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna og fyrsta samstarfsleiðarútboð á Íslandi fyrir opinbera aðila.

Hannes hefur jafnframt mikla reynslu við undirbúning og vinnslu skipulagsverkefna og var verkefnisstjóri við breytingar á miðbæjarreitum, Vogabyggð og fyrstu útfærslur við Smárasvæðið ásamt mörgum fleiri slíkum verkefnum